120.00 120 RUV   Mon 27 May 08:59:02
  #### INNLENDAR FRÉTTIR 102      
  ### ERLENDAR FRÉXTIR 103   25/5 
 Fyrirskipa Rússum að sleppa sjóðlið  
 Alþjóða hafréttardómstóllinn      
 fyrirskipaði Rússum í dag að sleppa 24 
 úkraínskum sjóliðum án tafar. Þeir voru
 handteknir í nóvember þegar Rússar   
 stöðvuðu för þriggja úkraínskra    
 herskipa um Kerchsund við Krímskaga. Þó
 er viðbúið að Rússar geri lítið með  
 úrskurð dómstólsims. eir viðurkenndu 
 ekki lögsögu dómstólsins í málinu og  
 héldu ekki uppi vörnum. Rússar hernámu 
 Krímskaga 2014 og innlimuðu í Rússland.
 Þeir segja rússnesk lög eiga við á   
 hafsvæðinu en ekki alþjóðalög.     
 Úkraínumenn óskuðu eftir áliti Alþjóða 
 hafréttardómstólsins í síðasta mánuði, 
 þegar sjóliðarnir og skip þeirra höfðu 
 verið í haldi Rússa í um hálft ár.   
 Niðurstaða dómstólsins var að Rússar  
 yrðu að skila bæði skipum og mönnum.  
  HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22