132.00 132 RUV   Fri 19 Apr 00:44:50
  #### INNLENDAR FRÉTTIR 102      
  ### ERLENDAR FRÉXTIR 103   16/4 
 Ætlar gegn Trump ó forvali Repúblik  
 "Ég verð með!" skrifar Repúblikaninn  
 Bill Weld á Twitter og boðar me! því  
 framboð sitt í forvali flokksins fyrir 
 forsetakosningarnar á næsta ári. Weld 
 er 73 ára fyrrverandi ríkisstjóri í  
 Massachusetts sem hefur lengi kallað  
 eftir því að bandaríska þjóðin standi í
 hárinu á yfirgangsseggnum í Hvíta   
 húsinu. Weld hefur mánuðum saman velt 
 fyrir sér framboði gegn Donald Trump. 
 Litlar líkur eru þó taldar á að hann  
 eigi eftir að skáka Trump í forvalinu, 
 enda nytur forsetinn fádæma vinsælda  
 meðal síns trygga hóps stuðningsmanna. 
 Weld birti tveggja mínútna langt    
 myndband til þess að kynna       
 kosningabaráttu sína. Þar segir meðal 
 annars að þjóðin hafi val, og að þetta 
 sé upphafið að betri Bandaríkjum.