INNLENDAR FRÉTTIR 102
Arkitektinn Frank Gehry látinn
Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt
Bandaríkjanna, er látinn. Hann lést á
heimili sínu í Los Angeles í dag. Hann
var 96 ára og hafði glímt við skammvinn
veikindi í öndunarfærum.Frægasta verk
hans er Guggenheim-safnið í Bilbao
sem hlaut alþjóðlegt lof þegar það
var opnað árið 1997.Önnur fræg
verk hans eru meðal annars
Walt Disney-tónleikahöllin í
Los Angeles, tónleikahöllin New
World Center í Miami og Fondation
Louis Vuitton, safn í París.Gehry
var frumkvöðull í að tileinka
sér möguleika tölvuhönnunar
í arkitektúr. Stíll hans var
líflegur og einkenndist af glæsilegum
krafti og duttlungafullum og
grípandi árekstrum forma.
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22