INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ríkisútvarpið sýknað í skaðabótamál
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað
Bergstein Sigurðsson og Ríkisútvarpið í
skaðabótamáli sem Eldur Smári
Kristinsson Ísidór höfðaði gegn
þeim.Málið sneri að ummælum sem
Bergsteinn lét falla um Eld í þættinum
X24 Forystusætið í aðdraganda
alþingiskosninga í fyrra. Í þættinum
var Arnar Þór Jónsson, stofnandi og
oddviti Lýðræðisflokksins, spurður út
í veru Elds á framboðslista flokksins.
Eldur er formaður LGB Samtakanna, áður
Samtakanna 22.Bergsteinn sagði að Eldur
hefði mætt óboðinn í grunnskóla og
verið fjarlægður af lögreglu. Eldur
gerði athugasemd við ummælin og þau
voru leiðrétt daginn eftir að
þátturinn fór í loftið. Hið rétta var
frístundasvið Reykjavíkurborgar hafði