Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  21/6 
 Tildrög eldsins óljós         
 Ástand manns sem var fluttur      
 þungt haldinn á Landspítalann     
 eftir eldsvoða í endurvinnslufyrirtæki 
 í Hveragerði í gær er         
 stöðugt. Reykskemmdir urðu á      
 húsinu.Eldur kviknaði í        
 starfsstöð endurvinnslufyrirtækisins  
 Pure North í Hveragerði á       
 ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er  
 að kviknað hafi í hreinsitæki     
 í verksmiðjunni. Tildrögin eru     
 ekki ljós, að sögn Jón         
 Gunnars Þórhallssonar,         
 yfirlögregluþjóns á Suðurlandi."Þetta 
 er til rannsóknar hjá okkur núna og  
 tæknideild væntanleg á         
 staðinn. Samkvæmt lögreglu voru tveir á
 staðnum þegar eldurinn kviknaði. Annar 
 var þungt haldinn af reykeitrun og   
 farið var með hann á Landspítalann.  
Velja síðu: