INNLENDAR FRÉTTIR 102
Lögreglunni í Vestmannaeyjum
barst tilkynning um sinueld á
Heimakletti í Vestmanneyjum rétt fyrir
klukkan fjögur í dag.Stefán
Jónsson, yfirlögregluþjónn, segir
talsverðan reyk berast frá svæðinu.
Eldur sé þó ekki mikill að
svo stöddu."Björgunarfélagið fer
eða slökkviliðið til að kanna
þetta. Þetta er lítið enn sem komið
er. Það er stillt og gott veður
segir Stefán.Vestmannaeyingar eru
með þrettándagleði í kvöld.
Stefán segir líklegt að einhver hafi
tekið forskot á sæluna og
eldurinn kviknað út frá flugelda, eða
þá mögulega útikerti sem gjarnan
er komið fyrir á klettinum við
slík tilefni.RÚV / Margrét