INNLENDAR FRÉTTIR 102
Afkoma Icelandair og Play batnar á
Icelandair og Play birtu uppgjör sín
fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun
markaða í dag. Samanlagt tap félaganna
nam um níu milljörðum króna, en rekstur
flugfélaga er alla jafna lakastur á
þessum tíma árs. Þá spilar það einnig
inn í að páskarnir, sem eru góð
tekjulind flugfélaga, féllu á
annan ársfjórðung í ár.Icelandair
tapaði 44 milljónum dollara á
fjórðungnum, eða sem nemur 5,6
milljörðum króna miðað við gengi
dagsins í dag. Það er mun betri
niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar
tapið nam 59 milljónum dollara. Munar
2,1 milljarði króna á afkomunni nú og
í fyrra.Félagið flutti 828
þúsund farþega á tímabilinu sem er
9 prósenta aukning á milli ára,
en flugframboð jókst á sama tíma um