INNLENDAR FRÉTTIR 102
"Ég er nú bara fegin að hafa labbað í
búð. Það er allt í klessu, segir Apríl
Sara Ágústudóttir, 8 ára.Það hefur vart
farið framhjá neinum að miklar
umferðartafir eru á höfuðborgarsvæðinu
vegna færðar og illa búinna bifreiða.
Apríl Sara gekk í búðina ásamt móður
sinni, Ágústu Fanneyju Snorradóttur,
nú síðdegis og tók upp þetta
flotta fréttainnslag."Þetta er allt
í klessu hérna. Bílar fastir sem
eru ekki á nagladekkjum, fólk að
grafa upp bílana sína. Þetta
er hræðilegt, segir Apríl Sara.