Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   5/11 
 Hæstiréttur fjallar um tolla Trumps    
 Aðalmeðferð í deilu um hvort           
 tollar Donalds Trumps á önnur ríki     
 hafi verið settir með löglegum hætti   
 fer fram í Hæstarétti Bandaríkjanna    
 í dag. Trump notaði neyðarvaldheimildir
 til að leggja tollana á en umdeilt er  
 hvort hann hafi vald til þess.Tollarnir
 voru dæmdir ólöglegir á neðri          
 dómstigum en þeirri niðurstöðu var     
 áfrýjað til Hæstaréttar. Í dag         
 flytja lögmenn stefnenda og            
 ríkisvaldsins mál sitt frammi fyrir níu
 dómurum Hæstaréttar.Ágreiningurinn snýr
 að þeim tollum sem voru lagðir         
 á einstök ríki en ekki                 
 einstakar afurðir eða atvinnugreinar.  
 Tollana notaði Trump í viðskiptastríði 
 við önnur ríki til að hækka verð       
 á erlendum vörum og knýja fram hagstæða
 viðskiptasamninga.Ekki er búist við    
Velja síðu: