INNLENDAR FRÉTTIR 102
Skæðir gróðureldar í Ísrael
Þrjátíu manns, hið minnsta,
hafa slasast í gróðureldum í
útjaðri Jerúsalem í dag. Hátíðahöldum
í tilefni af þjóðhátíðardegi
Ísraels, sem er í dag, var víða
frestað. Þúsundir hafa yfirgefið
heimili sín í eldunum sem eru þeir
mestu á þessum slóðum í áraraðir.
Yfirvöld í Ísrael hafa lýst
yfir neyðarástandi og Benjamin
Netanyahu forsætisráðherra varar við
því að eldarnar geti breitt úr sér inn
í borgina. Ísraelar hafa óskað aðstoðar
nokkurra ríkja og ætla Ítalía og
Króatía að senda slökkviliðsflugvélar.
Þá hafa yfirvöld í Palestínu boðið
fram aðstoð sína. Slökkviliðsmaður
í Ísrael.AP / Ohad Zwigenberg
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22