Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   16/1 
 Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir hryð    
 Dómstóll í Noregi dæmdi í dag 48 ára   
 gamlan mann, Arfan Bhatti, í 30 ára    
 fangelsi fyrir aðild að hryðjuverkaárás
 í Osló 25. júní 2022. Tveir biðu bana í
 árásinni og níu voru særðir. Hún var   
 við næturklúbb þar sem fólk            
 hafði safnast saman kvöldið fyrir      
 Oslo Pride, gleðigönguna þar í         
 borg. Dómari málsins segir engan       
 vafa leika á að árásinni hafi          
 verið beint að hinsegin samfélaginu    
 í Noregi.Maðurinn neitaði sök          
 fyrir dómi. NRK, norska                
 ríkissjónvarpið, greinir frá því að    
 hann ætli að áfrýja                    
 dómnum.Samverkamaður Bhatti, Zaninar   
 Matapour, hlaut árið 2024 30 ára dóm   
 fyrir sömu árás.Mynd tekin eftir       
 hryðjuverkaárásina fyrir utan          
 skemmtistað í Osló í júní 2022.NTB /   
Velja síðu: