INNLENDAR FRÉTTIR 102
Drukkinn þvottabjörn rústaði áfengi
Þegar starfsfólk áfengisverslunarinnar
Ashland ABC Store í Virginíuríki kom
til vinnu á laugardag mætti þeim
heldur ófögur sjón. Brotist hafði
verið inn í verslunina og allt var á
rúi og stúi - brotnar flöskur út
um allt gólf og áfengi úr
flöskunum hafði greinilega verið gerð
góð skil. Verslunin hafði verið lokuð
vegna þakkargjörðarhátíðar.Við
nánari athugun reyndist sá sem ákvað
að taka svartan fössara með trompi vera
þvottabjörn sem hafði fallið niður á
gólf verslunarinnar í gegnum
loftflísar. Hann hafði rótað í neðstu
hillum áfengisverslunarinnar og fengið
sér vel neðan í því. Neyslan varð
hins vegar til þess að honum tókst
ekki að koma sér úr versluninni