Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   7/12 
 Valdarán í Benín stöðvað með hjálp     
 Komið var í veg fyrir valdarán hersins 
 í Afríkuríkinu Benín á sunnudag.       
 Forseti landsins, Patrice Talon, segir 
 stjórnvöld vera búin að koma böndum á  
 ástandið eftir valdaránstilraunina."Ég 
 vil hrósa skyldurækninni sem her okkar 
 og leiðtogar hans, sem hafa            
 haldið tryggð við þjóðina, sýndu,      
 sagði Talon í sjónvarpsávarpi          
 til þjóðarinnar um kvöldið.Stjórnvöld  
 í nágrannaríkinu Nígeríu hafa staðfest 
 að nígeríski herinn hafi veitt Talon   
 aðstoð til að kveða valdaránið í       
 kútinn. Skrifstofa Bola Tinubu, forseta
 Nígeríu, segir utanríkisráðuneyti Benín
 hafa sent beiðni um aðstoð og að       
 nígerískar orrustuflugvélar hafi í     
 kjölfarið flogið inn í benínska        
 lofthelgi til að uppræta fylgsni       
 uppreisnarmanna í höfuðstöðvum         
Velja síðu: