Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   26/11
 Fengu náðun rétt fyrir þakkargjörða    
 Bandaríkjaforseti nýtti                
 forsetavald sitt í gær þegar hann      
 náðaði tvo kalkúna og forðaði þeim frá 
 því að lenda á veisluborði landsmanna  
 við þakkargjörðahátíðina á             
 morgun. Fylltur kalkúnn með            
 trönuberjasósu er hefðbundinn          
 veislumatur Bandaríkjamanna á          
 þessum tíma.Hefðina má rekja aftur     
 til forsetatíðar Abrahams Lincoln      
 en segja má að Bush eldri              
 hafi endurvakið hana þegar hann        
 þyrmdi lífi kalkúns árið 1989.         
 Kalkúnarnir tveir, Gobble og Waddle    
 frá Norður-Karólínu,                   
 fögnuðu lífsgjöfinni. Þeir dvöldu      
 á lúxushóteli fyrir athöfnina en sneru 
 síðan aftur til síns heima             
 í Norður-Karólínu, áreiðanlega fegnir. 
                                        
Velja síðu: