Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   30/12
 Síðustu flugeldaáramótin í Hollandi    
 Flugeldasalan er hafin í Hollandi fyrir
 áramótin, líklega í síðasta sinn.      
 Fulltrúadeild og öldungadeild þingsins 
 samþykktu bannið fyrr á þessu ári.     
 Síðan féll ríkisstjórnin og kosningar  
 fóru fram í október. Ekki er búið að   
 mynda stjórn eftir þær enn þá en       
 ólíklegt er talið að sú stjórn hrófli  
 við banninu.Rökin fyrir því að banna   
 flugelda eru aðallega slysahætta og    
 slæm áhrif á heilsu manna og dýra      
 vegna mengunar. Kannanir sýna að um    
 60% Hollendinga eru fylgjandi          
 banninu en fulltrúar Frelsisflokksins  
 og Sósíalistaflokksins eru             
 andvígir því.Viðskiptavinir            
 flugeldasölunnar voru flestir heldur   
 neikvæðir fyrir breytingunni en ætluðu 
 samt að taka þetta síðustu             
 flugeldaáramót með stæl.               
Velja síðu: