INNLENDAR FRÉTTIR 102
Sameignarfélag tekur yfir rekstur T
Með stofnun sérstaks sameingarfélags um
rekstur samfélagsmiðilsins TikTok
í Bandaríkjunum verður komið í
veg fyrir að miðillinn verði
bannaður þar vegna kínversks
eignarhalds. Nýja félagið TikTok USDS
Joint Venture LLC mun þjóna yfir
200 milljónum notenda og sjö og
hálfri milljón fyrirtækja.
Kínverska móðurfyrirtækið ByteDance á
tæp 20 prósent í nýja félaginu og
þrjú fjárfestingarfélög 15 af
hundraði hvert; Silver Lake, Oracle og
MGX sem hefur aðsetur í Abu
Dhabi. Aðrir fjárfestar eiga smærri
hlut. Stjórnendur félagsins segjast
ætla að innleiða strangar
reglur varðandi gagnavernd,
öryggi gagnvart algrími og eftirliti
með efni. Bandaríkjaþing samþykkti