Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   13/9 
 Fólk tekið af lífi fyrir að horfa á    
 Stjórnvöld í Norður-Kóreu beita aftökum
 í sífellt meira mæli, samkvæmt nýrri   
 skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fólk er    
 jafnvel líflátið fyrir að horfa á og   
 dreifa erlendu sjónvarpsefni.Skýrsla   
 Sameinuðu þjóðanna er byggð á viðtölum 
 við 300 manns sem hefur tekist að      
 flýja frá Norður-Kóreu síðasta         
 áratug. Mannréttindaskrifstofa         
 Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir þungum   
 áhyggjum af að dauðarefsingu sé beitt  
 oftar en áður. James                   
 Heenan, mannréttindafulltrúi           
 Sameinuðu þjóðanna í Suður-Kóreu, segir
 að dauðarefsingu sé beitt gegn         
 sífellt fleiri tegundum glæpa          
 í Norður-Kóreu.Fólk getur              
 verið fangelsað fyrir að horfa á       
 erlenda fjölmiðla og dæmi eru um að    
 fólk sé tekið af lífi fyrir að horfa á 
Velja síðu: