Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   30/12
 Danski pósturinn hættur að bera út     
 Dagurinn í dag markar tímamót í sögu   
 póstsins í Danmörku. PostNord hættir þá
 að dreifa bréfum, sem fyrirtækið hefur 
 gert frá árinu 1624, eða í rúm 400     
 ár.Ákvörðunin var upphaflega tekin í   
 mars og var ástæðan sú að Danir hefðu  
 nýtt sér stafræna tækni í auknum       
 mæli. Sendum bréfum hafði þá fækkað    
 um 90% frá aldamótum - voru            
 1,5 milljarðar árið 2000 en eru nú     
 um 100 milljónir á ári. Árið 2024      
 var fækkunin 30% á einu ári.           
 Þetta gerir það að verkum að störfum   
 hjá fyrirtækinu fækkar um 1.500,       
 eða tæpan þriðjung. Búið er að         
 semja við einkafyrirtækið DAO um að    
 sjá um dreifingu bréfa á               
 landsvísu.Í dag var síðasti dagurinn   
 sem danski pósturinn, PostNord, sendi  
 bréf. Fyrirtækið einbeitir sér nú      
Velja síðu: