Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   14/12
 Ísraelskir ráðamenn staðfesta dráp     
 Ísraelskir ráðamenn segjast hafa drepið
 Raad Saad, yfirmann vopnaframleiðslu   
 hernaðarvængs Hamas-hreyfingarinnar, í 
 gær. Forsætisráðherrann                
 Benjamín Netanjahú og                  
 varnarmálaráðherrann Israel Katz       
 segjast hafa fyrirskipað dráp hans     
 eftir að varaliðshermenn særðust       
 lítillega í sprengingu innan           
 svonefnds Guls-svæðis á Gaza.Þeir hafi 
 verið að eyða innviðum Hamas           
 á sunnanverðu svæðinu.                 
 Ráðherrarnir lýsa Saad sem einum af    
 höfuðpaurum hryðjuverkaárásarinnar 7.  
 október 2023 og að vopnaframleiðsla    
 hans sé þungamiðja                     
 hernaðaruppbyggingar Hamas.Þremur      
 eldflaugum skotið að jeppanumÆttingjar 
 Saads staðfesta dráp hans og útförin er
 boðuð í dag. Almannavarnir             
Velja síðu: