INNLENDAR FRÉTTIR 102
Skuggafloti Rússa: Úr sér gengin sk
Það bar til í liðinni viku,
undan Senegalströndum, að ráðist var
á tyrkneska olíuskipið Mersin, líklega
með fjarstýrðum sprengjudrónum, ekki
ósvipuðum litlum hraðbátum. Skipið er í
eigu tyrknesku útgerðarinnar
Besiktas shipping en siglir undir
fána Panama - og er talið tilheyra
hinum svokallaða skuggaflota Rússa.
Það hafði legið við stjóra um
höfuðborg Senegal, þegar þetta gerðist,
og hafði siglt þangað frá
rússneskri höfn við Svartahaf.Engan
sakaði um borð og var öllum 22
skipverjum, sem flestir eru Tyrkir,
bjargað í land skömmu eftir
árásina. Talsmaður útgerðarinnar
segir fjórar "utanaðkomandi"
sprengjur hafa hæft skipið, sprungið