INNLENDAR FRÉTTIR 102
Krefjast þess að GHF verði lögð nið
sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna krefst
þess að stofnunin GHF sem sér
um matarúthlutanir á Gaza verði
strax lögð niður. Sérfræðingarnir
segja hana þykjast vera hjálparstofnun
en hafi í raun það hlutverk að standa í
hernaði.Starfsemi GHF, sem á ensku
kallast Gaza Humanitarian Foundation,
hefur víða verið harðlega gagnrýnd. Hún
var hafin á Gaza í maí eftir að
Ísraelar höfðu ekki hleypt neyðargögnum
þangað í yfir tvo mánuði.
Bandarísk stjórnvöld settu GHF á
laggirnar að undirlagi Ísraela í þeim
tilgangi að taka yfir alla dreifingu á
Gaza.Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og
skýrslugjafar segja í sameiginlegri
yfirlýsingu að GHF sé einkar