Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   27/4 
 Um 100 handteknir við Northeastern     
 Um hundrað voru handteknir             
 þegar lögreglan í Boston í             
 Bandaríkjunum rýmdi mótmælabúðir til   
 stuðnings Palsestínu við               
 Northeastern háskólann í borginni.     
 Gripið var til aðgerða eftir að        
 mótmælendurnir hófu að hrópa ókvæðisorð
 eins og að það ætti að drepa gyðinga,  
 segir í tilkynningu frá háskólanum     
 á samfélagsmiðlum. Haturorðræða eins og
 þessi verði ekki liðin                 
 á háskólasvæðinu. Stúdentar hafi byrjað
 mótmælin fyrir tveimur dögum en síðan  
 þá hafi aðgerðasinnar með engin tengsl 
 við skólann tekið þau yfir. Þeir       
 mótmælendur sem gátu framvísað         
 skólaskírteini hafi verið látnir lausir
 og tekið verði á þeirra málum innan    
 háskólans.                             
                                        
Velja síðu: