Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   26/11
 Kvennamorð ósjaldan endapunktur á l    
 Um 83.000 konur og stúlkur voru myrtar 
 árið 2024, þar af um 50.000 eða 60     
 prósent af maka sínum, unnusta eða     
 öðrum, nánum fjölskyldumeðlimi.        
 Sambærilegt hlutfall myrtra karla er um
 11 prósent. Þetta þýðir að ein kona    
 er myrt af nánum vandamanni á          
 hérumbil tíu mínútna fresti. Þetta     
 kemur fram í nýrri skýrslu             
 Sameinuðu þjóðanna sem birtist á       
 alþjóðlegum degi gegn ofbeldi á konum  
 og stúlkum. Það er, nú sem löngum fyrr,
 eitt algengasta og almennasta ofbeldis-
 og mannréttindabrot á jarðríki.Með     
 hugtakinu konu- eða kvennamorð er átt  
 við þau morð á konum, þar sem sannað   
 þykir að þær hafi fyrst og fremst verið
 drepnar vegna kynferðis síns - myrtar  
 fyrir að vera konur. Og "konumorð      
 eru ekki framin í tómarúmi,"           
Velja síðu: