INNLENDAR FRÉTTIR 102
Minnst 41 látinn vegna hamfara í Ví
Að minnsta kosti 41 hefur farist vegna
úrhellisrigninga, flóða og aurskriða í
Víetnam frá því á sunnudaginn. Í
miðhluta Víetnams hefur regnmagnið
farið yfir 150 sentimetra síðustu þrjá
dagana. Umhverfisráðuneyti
landsins tilkynnti á fimmtudag að
minnst níu manns væri saknað og að leit
að þeim stæði enn yfir.Flætt hefur yfir
rúmlega 52.000 hús og nærri 62.000
manns hefur verið forðað frá heimilum
sínum. Margir vegir landsins eru ófærir
vegna aurskriða og um milljón manns er
án rafmagns.Strandborgirnar Hoi An
og Nha Trang hafa komið hvað verst
út úr hamförunum og kaffiræktarland
á hálendinu í miðhluta Víetnams
hefur skemmst verulega. Myndbandi
hefur verið dreift á samfélagsmiðlum
þar sem hengibrú yfir Da Nhim-fljótið