INNLENDAR FRÉTTIR 102
Viðurkenndi að þúsundir hefðu látið
Ali Khamenei, æðsti klerkur
Írans, viðurkenndi í fyrsta
skipti opinberlega í dag að þúsundir
hafi látið lífið í mótmælum í
landinu síðustu vikur. Samkvæmt
upplýsingum frá Iranian Human Rights
mannréttindasamtökum sem starfa í
Bandaríkjunum, hafa yfir þrjú þúsund
látist í mótmælunum. Erfitt hefur
reynst að sannreyna hversu margir hafi
látist þar sem stjórnvöld lokuðu
fyrir aðgang að internetinu í
upphafi árs. Í ræðunni sakaði
Khamenei óeirðaseggi um að bera ábygrð
Trump Bandaríkjaforseti hefur
hvatt mótmælendur til að halda áfram
og hótað hernaðarlegri íhlutun
drepi stjórnvöld fleiri mótmælendur.