INNLENDAR FRÉTTIR 102
Þakkar Íslendingum fyrir stuðningin
Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra
Palestínu, segir að þjóðin verði alltaf
að halda í bjartsýnina og vonina um
fyrstu skrefin í vopnahléinu á Gaza.
Rætt var við hana í Kastljósi
í kvöld."Forgangsmál dagsins er
að stöðva árásirnar og koma á sjálfbæru
vopnahléi sem stuðlar að einhverju
stærra fyrir alla Palestínu, segir
Aghabekian.Hún svarar spurningunni um
hvort palestínsk stjórnvöld ættu ekki
að eiga sæti við samningaborðið játandi
og segir að það sé atriðið sem þarf að
ræða."Útfærslan þyrfti að fela í sér að
líta á Palestínu sem eina heild. Þegar
við tölum um samkomulag um eitthvað sem
tengist Palestínu nær það yfir
Gaza-svæðið, Vesturbakkann og
Austur-Jerúsalem því það er hið
hernumda Palestínuríki. Samskipti pales